Archives: Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Grillaðar hvítlaukskótelettur

Það vantar ekki hvítlaukskeiminn af þessum grilluðu kótilettum. Hér er notað hvítlauksmauk úr krukku í kryddmaukið sem smurt er á þær en einnig mætti nota nýpressaðan hvítlauk, hrærðan með dálítilli olíu.

Pottur og diskur

Grillað lambalæri með Miðjarðarhafssvip

Þessi réttur krefst nokkurrar fyrirhafnar en útkoman réttlætir hana fyllilega. Lærið er kryddað með hvítlauk, sólþurrkuðum tómötum og fleiru og síðan grillað á útigrilli við óbeinan hita.

Pottur og diskur

Grillað lambalæri með chermoula

Gómsætt, úrbeinað lambalæri að hætti Marokkóbúa, kryddað með chermoula, sem er kryddjurta- og kryddblanda sem mikið er notuð þar um slóðir. Kjötið má grilla hvort heldur sem er á útigrilli eða í ofni.

Pottur og diskur

Grillað lambalæri að hætti Provencebúa

Íbúar Provencehéraðs í Frakklandi nota mikið af hvítlauk, tómötum og kryddjurtum í matargerð og þetta gildir auðvitað líka þegar þeir matreiða lambagrillsteikina sína. Tilvalið að steikja í ofni og sem páskasteik.

Pottur og diskur

Góðgæti drykkjurútsins

Ekki er vitað fyrir víst af hverju rétturinn hefur þetta nafn (á frummálinu kallast hann O mezes tou bekri), en hann er ljómandi góður, líka fyrir bindindisfólk. Það er hægt að bera hann fram sem pinnamat, þar sem allt er skorið í fremur litla bita og borið fram í sósunni.

Pottur og diskur

Glóðarsteikt kaffikryddað lamb

Kaffi – eða öllu heldur kaffilíkjör – er kannski dálítið óvenjulegt krydd á lambakjöt en á þó ljómandi vel við, til dæmis í grillkryddlög.

Pottur og diskur

Glóðaðar lambalærissneiðar með banana

Það er kannski svolítið karabískur kemur af þessum lærissneiðum, þar sem saman fara bananar, sítrónur og beikon, en gómsætt lambakjötsbragðið er þó það sem mest ber á.

Pottur og diskur

Gljáðir lambaskankar

Lambaskankar eða leggir eru ódýr en góður biti sem best er að elda lengi við fremur vægan hita. Hér eru þeir gljáðir með barbecuesósu, bragðbættri m.a. með hvítlauk og kryddjurtum.

Pottur og diskur

Fyllt lambalæri á grillið

Fyllt lambalæri af grillinu er frábær veislumatur. Hér er notuð fylling úr fetaosti, sólþurrkuðum tómötum, furuhnetum, pestói og kryddjurtum. Best er að úrbeina lærið þannig að leggjarbeinið sé skilið eftir og lærið haldi alveg lögun.

Pottur og diskur

Framhryggjarsneiðar með hunangshjúp

Gómsætar framhryggjarsneiðar í heimagerðri barbeque-sósu. Rétt er að hafa í huga að kjötið getur verið fljótt að brenna vegna þess hve sæt sósan er og það mætti líka strjúka hana mjög vel af kjötinu áður en það er sett á grillið og pensla það svo aftur síðustu mínúturnar til að fá góðan hjúp án þess að kjötið brenni.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​