Nokkur góð ráð

  • Það er góð regla að lambakjöt sé búið að ná stofuhita fyrir eldun til að stytta eldunartíma.
  • Áður en kjöt er eldað, hvort sem er í ofni eða á pönnu, er mikilvægt að krydda það með salti áður en þar er brúnað, við söltun verður það bragðmeira.
  • Ef marinera á kjötbita er gott að gera það deginum áður eða fyrr, eftir stærð bitans. Passið upp á saltmagn í kryddleginum sem hefur mikil áhrif á lit og bragð.
  • Áður en kjötbiti er brúnaður er mikilvægt að skera í fituna, en með því er fitunni auðveldað að bráðna  sem gefur því gott bragð.
  • Undantekningarlaust skal hvíla kjöt eftir eldun í 5 til 25 mín. allt eftir stærð bitans. Lambalundir þurfa að hvíla í 5 mín. en lambalæri þarf allt að 25 mín. Hvíldin minnkar þrýsting í vöðvum þannig að kjötsafi flæði ekki út og bitinn þorni.
  • Þegar elda á lambahrygg sem er frosinn er gott að taka af honum himnu sem umlykur fituhlið hryggsins. Þetta er gert þannig að byrjað er í einu horni og himnunni hreinlega flett af.
  • Mikilvægt er að vita hvaðan kjötbitinn er af skepnunni og hann henti við þá eldunaraðferð og rétt sem stendur til að nýta í hverju sinni.
  • Mikilvægt er að pakkningar séu óskemmdar.