Uppruni

Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) er upprunamerki fyrir sannarlega íslenskt lamb. 

Merkið er um leið verndað afurðaheiti á Íslandi frá 2018, og fyrsta afurðin og enn sem komið eina matvaran til að fá verndunina hérlendis en ESB kerfið er fyrirmynd laga sem voru sett 2014. Til hvers er verndunin? Hún tryggir lagalega vernd bænda og framleiðenda og eykur virði afurða. Er verkfæri í neytendavernd og hamlar svindli með matvæli. Heimilað er að vísa sérstaklega til uppruna þeirra afurða sem slíkrar verndar njóta, þess svæðis sem þau koma frá eða hefðbundinnar sérstöðu þeirra. Markmið laganna er að veita þeim afurðum sem uppfylla þær kröfur og þau skilyrði sem sett eru um slíkar vörur nauðsynlega lagalega vernd auk þess að stuðla að aukinni neytendavernd og koma í veg fyrir ólögmæta viðskiptahætti. Umsókn Icelandic Lamb um Evrópska PDO upprunavernd fyrir íslenskt lambakjöt er í umsóknarferli og bíður afgreiðslu. 

Evrópska gæðakerfið fyrir landbúnaðarafurðir (skrá yfir vernduð afurðaheiti ásamt afurðalýsingum) er sannreynt kerfi og fái framleiðandi afurð sína skráð í kerfið getur viðkomandi notað upprunamerki ESB. Áhugi framleiðenda á að fá merki sín skráð í kerfið hefur vaxið hratt. Nú eru um 3400 heiti skráð og um 500 í umsóknarferli, þ.e. sótt hefur verið um eða afurðalýsing birt, þ. á. m. er umsókn fyrir íslenskt lambakjöt.  Um er að ræða þrjár tegundir af skráningu, PDO, PGI og TSG vottanir sem gera ólíkar kröfur til tengsla afurðarinnar við uppruna og framleiðslu. Skilyrði fyrir umsókn er að heitið njóti verndar í heimalandinu í sambærilegu kerfi. Á vefsíðu ESB er að finna upplýsingar um öll vernduð heiti, framleiðsluaðferðir o.s.frv.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​