Íslensk kjötsúpa

Ylur í kroppinn og kraftmikil næring

Fagnaðu vetrinum með íslenskri kjötsúpu

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins, en samt einhvern veginn aldrei eins. Allir eiga sína uppáhalds kjötsúpu og hefðirnar, uppskriftirnar og leynihráefnin leynast í hverju eldhúsi. Frá upphafi landnáms hefur hún fært okkur yl í kroppinn og kraftmikla næringu. Hún er í grunninn alltaf eins en samt einhvern  veginn aldrei eins. Allir eiga sína uppáhalds kjötsúpu og hefðirnar, uppskriftirnar og leynihráefnin leynast í hverju eldhúsi.

Það er gömul og góð hefð að fagna vetrarkomunni með kjötsúpu, enda er haustið uppskerutími – nóg til af fersku lambakjöti og grænmeti. Kaupum, eldum, borðum og bjóðum íslenska kjötsúpu – náttúrulega.