Kjötsúpa með asískum kryddum

engifer, chili og fiskisósu
Asísk kjötsúpa

Hráefni

 800 gr lamba súpukjöt (má nota annað feitt lambakjöt)
 1,6 L vatn
  50 ml soya sósa
  6-7 dropar fiskisósa
 100 gr engifer, skrældur
  2 stk. chili
  6 geirar hvítlaukur
  8 stk. nýjar gulrætur
 1 stk. laukur, skrældur
  30 gr. hrísgrjón 1 búnt vorlaukur 15 gr. kóríander
  1 búnt vorlaukur
  15 gr. kóríander

Leiðbeiningar

1

Þessi er kjötsúpa er mjög ólík hinni klassísku kjötsúpu og leitað er bragða í austurlenskri matargerð. Hér er tilvalið fyrir þá djörfu að leika sér enn frekar með bragðið og breyta og bæta eftir smekk og ævintýragirni og t.d. nota ögn af kóresku gouchang mauki með í súpuna. Svo má líka nota aðra bita en súpukjöt, t.d. gúllas og stytta þannig eldunartímann.

2

Byrjið á setja kjöt og vatn í pott, stillið á miðlungshita og bíðið eftir suðu.

3

Á meðan að suðan er að koma upp skerið chili, hvítlauk og engifer í smáa bita. Því næst einnig gulrætur og lauk í smáa bita. Þegar suðan er komin upp, fleytið þá froðuna sem kemur í fyrstu suðu frá.

4

Því næst bætið við soya sósu, fiskisósu, engifer, hvítlauk og chili og leyfið að sjóða í 20 mín. Hugrakkir geta bætt við 2 msk. af gouchujang mauki út í soðið.

5

Bætið við gulrótum, hrísgrjónum og lauk og sjóðið í rúmlega 30 mínútur. Smakkið til með soyasósu eða salti. Saxið fínt vorlauk og kóríander sem fólk setur í skálarnar rétt áður en súpan er borin fram.

Deila uppskrift