Fyrsta íslenska PDO-afurðin

Íslenskt lambakjöt er fyrsta og eina íslenska matvaran sem hefur fengið PDO-merkingu, Protected Designation of Origin, sem er hæsta stig verndaðra upprunaheita í Evrópu.

PDO er þekktasta viðurkenningin fyrir vernduð upprunaheiti á Evrópumarkaði. Margar af þekktustu og eftirsóttustu gæðavörum í heimi skarta þessu merki, s.s. hið eina sanna franska kampavín, gríski feta-osturinn, parmaskinkan, parmesan og svo mætti lengi telja.

Vörur sem hlotið hafa PDO-merkingu seljast að meðaltali á tvöföldu útsöluverði í löndum ESB, samanborið við staðgönguvörur. Þá hafa kannanir á innanlandsmarkaði mælt að evrópsk upprunavottun geti hækkað kaup- og greiðsluvilja íslenskra neytenda veruleg.

Upprunamerki Íslensks lambakjöts

Upprunamerki Íslensks lambakjöts stendur fyrir tryggan uppruna og úrvinnslu afurða, framleiðendum og neytendum til heilla. Það hefur sannað gildi sitt á fyrstu fimm árum starfseminnar, enda byggir það á reynslu sannreyndra fordæma erlendis frá.

Merkið er liður í markaðssetningu á íslensku lambakjöti bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars er unnið með veitingastöðum að því að gera íslenskt lambakjöt sýnilegra á matseðlum, heimasíðum og samfélagsmiðlum. Notkun merkisins á neytendaumbúðum er hafin.

Íslenskt lambakjöt leggur samstarfsaðilum til markaðsefni, sem auðveldar þeim að segja söguna af okkar einstaka gæðahráefni.

Tölurnar tala sínu máli

Upprunamerkið var formlega kynnt í janúar 2017 og auglýst til ferðamanna í samstarfi við veitingahús. Áhersla er lögð á uppruna, sérstöðu og gæði í miðlun til þessa markhóps. Alls hafa verið gerðir yfir 250 samstarfssamningar við veitingahús og sérverslanir frá 2017.

Kannanir sýna

4% aukningu á neyslu ferðamanna á lambakjöti 2017-2022*
16-20% sölumagns innanlands 2019 má rekja til ferðamanna, en ætla má að hlutfall af heildsöluverði sé mun hærra***
Lambakjöt er vinsælasta íslenska afurðin hjá ferðamönnum í öllum könnunum, þorskur, skyr og lax koma næst á eftir.
*Gallup 2017-2022
** Gallup 2017-2021
*** Samanburður Gallup 2017-2019 samanborið við sölufall innanlands v. Covid 2020.
Tæp 60 % ferðamanna 2022 borðuðu lambakjöt í heimsókninni. Þeir sem þekktu merki Íslensks lambakjöts og skildu merkinguna voru mun líklegri til að neyta lambakjöts oftar en einu sinni. Það má telja viðurkenningu á gagnsemi markaðssetningar Íslensks lambakjöts, en ekki síður á gæðum afurðanna.

Innanlandsmarkaður

Í markaðsrannsókn Gallup á innanlandsmarkaði frá júlí 2021 kemur fram að:

  • 36% segjast myndu greiða meira fyrir staðfestingu á því að lambakjötið sé sannarlega íslenskt*
  • 53% segjast frekar velja lambakjöt með staðfestingu á að það sé sannarlega íslenskt*
  • 10-15% hærri kaup og greiðsluvilji fyrir íslenskt lambakjöt með gæðamerkingu NON GMO**
  • Tæp 90% telja upprunamerkingar mikilvægar
  • 80% segjast frekar velja kjötvöru með evrópska upprunavernd PDO*
  • 28% eru tilbúin að greiða meira fyrir vörur með evrópska upprunavernd*
  • 63% óska þess að innlendar matvörur verði upprunamerktar
  • Aðeins 25% svarenda treysta því að lambakjöt í íslenskum verslunum sé alltaf íslenskt

* Evrópsk vernduð afurðaheiti
** Bann við erfðabreyttu fóðri, GMO og alþjóðleg vottun

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​