Geymsluaðferðir

Ótal aðferðir eru til að geyma kjöt en kæling og frysting er mest notaðar í nútímanum. Gæta þarf þess að kæliferlið sé órofið, það er að kjötið sé í kælingu þar til þess er neytt. Ef hitinn sveiflast mikið til styttist líftími afurðanna, gerlamyndun verður hraðari og eykur líkur á matarsýkingum.

Við geymslu á lambakjöti skal hafa eftirfarandi í huga:

Kjöt geymist illa í sínum eigin safa, sem stafar af því að raki ýtir undir vöxt örvera á yfirborði þess. Því er betra að taka það úr umbúðum og setja á rekka þannig að lofti vel í kringum það. Ef ólífuolíu er makað á kjötið myndast hjúpur um það og einnig eru ensím í olíunni sem hjálpa til við meyrnun. Kjötið mun aftur á móti þorna/rýrna við þetta ferli og það hentar ekki öllum heimilium að hafa stórt kjötstykki lengi í kæli.

Hakkað kjöt skal ávallt umgangast af varúð, við hökkun dreifast bakteríur af yfirborði um allt hakkið og skal þess neytt innan 7 daga.

Þegar kjöt er tekið úr frosti er best að leyfa því að þiðna rólega í kæli. Við það er rýrnun haldið í lágmarki, en einhver vökvi mun ávallt renna af vöðvunum. Miðið við að stærri stykki séu tekin úr frysti a.m.k. 2 sólarhringum áður en þeirra er neytt.

Söltun, reyking og súrsun eru hefðbundnar aðferðir sem við þekkjum úr okkar íslenska hefðbundna eldhúsi.  Enn má finna á borðum Íslendinga lambakjöt sem tekur bragð sitt af þessum aðferðum sem enn eru nýttar.