Um Lambakjöt.is

Vefsíðan eykur aðgang íslenskra neytenda að uppskriftum og fróðleik um íslenskt lambakjöt. Markaðsstofan Icelandic Lamb ehf. hefur umsjón með og ber ábyrgð á vefsíðunni. Til þess að tryggja gæði fræðsluhluta síðunnar var hún unnin í samstarfi við Hótel- og matvælaskólann. Markaðsstofan Icelandic Lamb vinnur að auknu virði sauðfjárafurða skv. 10. gr. samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016, sem gerður var milli Bændasamtaka Íslands, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Icelandic Lamb er framkvæmdaraðili verkefnisins, sem er til 10 ára, í umboði Markaðsráðs kindakjöts. Í Markaðsráði kindakjöts sitja fulltrúar bænda og sláturleyfishafa sem halda á lofti ríkri hefð íslenskrar sauðfjárræktar, sem byggir á framlagi fjölskyldubúa

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​