Gamla góða kjötsúpan hennar ömmu

Með súpujurtum og kartöflum
Kjötsúpan hennar ömmu

Hráefni

Kjötsúpan
 800 gr. feitt súpukjöt
  1,6 l vatn
  8 stk. nýjar kartöflur
  2 stk. rófur
  8 stk. gulrætur
  40 gr. þurrkaðar súpujurtir (helst með skessujurt)
 Íslenskt sjávarsalt

Leiðbeiningar

Aðferð
1

Þessi uppskrift er einföld og þægileg. Byrjið á að setja lambakjöt í pott og skolið vel í köldu vatni, hellið vatninu af, og setjið 1,6 l af vatni útí. Setjið pottinn á hellu á miðlungshita og bíðið eftir suðu.

2

Á meðan að suðan er að koma upp skerið nýjar kartöflur í fjóra bita, rófur í 6-8 bita hvora og gulrætur í 6-8 bita.

3

Þegar suðan er komin upp, fleytið froðuna sem kemur í fyrstu suðu og næsta korterið. Passið að sjóði rólega allan tímann.

4

Bætið í kartöflum, súpujurtum, gulrótum og látið sjóða í 30 min, bætið þá rófum við og sjóðið þar til þær eru eldaðar í gegn. Smakkið súpuna til með salti og berið fram rjúkandi heita.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​