Kjötsúpa með árstíðargrænmeti
- 2 klst.
- 4-6
Hráefni
Leiðbeiningar
Haustið á Íslandi er kjörin tími fyrir þessa súpu þegar allt grænmetið er í árstíð og nýslátrað lambakjöt í verslunum. Í henni eru íslenskar rófur, nýjar kartöflur, hvítkál og perlubygg. Auðvitað má setja súpujurtir og fleira brakandi ferskt íslenskt grænmeti með ef ykkur langar!
Byrjið á að setja lambakjöt og vatn í pott á miðlungshita og bíðið eftir suðu.
Á meðan að suðan er að koma upp skerið nýjar kartöflur í fjóra bita og gulrætur í 6-8 bita. Skerið rófur í munnbitastærð og hvítkál í smáa bita.
Þegar suðan er komin upp, fleytið þá af froðuna sem kemur í fyrstu suðu af. Bætið við kartöflum, perlubyggi, gulrótum og sjóðið í 30 mín.
Bætið rófum, hvítkáli og skessujurt eftir smekk við og sjóðið þar til grænmetið er eldað í gegn. Smakkið súpuna til með salti.