Íslensk kjötsúpa

eins og amma gerir
Kjötsúpa mataraudur vefur

Hráefni

 3 l. vatn
 2.5 kg. súpukjöt á beini
 400 gr. rófur
 400 gr. kartöflur
 200 gr. gulrætur
 40 gr. hrísgrjón
 1 stk. lítill laukur
 5 cm. biti blaðlaukur
 5 msk. súpujurtir
 u.þ.b. 2 msk. salt, eftir smekk
 Svartur pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Skolið kjötið og setjið loks með vatninu í pott, setjið yfir meðalhita.

2

Gætið að því að halda rétt við suðumark þegar suðan hefur komið upp.

3

Fleytið froðuna og hluta fitunnar sem kemur fyrsta korterið ofan af pottinum.

4

Skerið niður grænmetið eftir smekk.

5

Setjið svo allt saman í pottinn með kjötinu og sjóðið í u.þ.b. 40 mín. Smakkið til með salti og pipar.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​