Archives: Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Armensk lifur með papriku og tómötum

Þessi lifrarréttur, sem ættaður er frá Armeníu, er mjög einfaldur en góður. Lifur og grænmeti er skorið í bita, sett í ofnskúffu, kryddað og bakað stutta stund.

Pottur og diskur

Arabískt lambalæri með grænmeti

Arabar kjósa að hafa lambakjötið gegnsteikt og þess vegna er steikingartíminn sem gefinn er upp hér nokkuð langur. Auðvitað má líka steikja lærið mun skemur ef þess er óskað að það sé bleikt í miðju.

Pottur og diskur

Arabískar lambakótelettur

Lamba- og kindakjöt er mikið borðað í flestum Arabalöndum, allt frá Marokkó austur til Saudi-Arabíu og Íraks, og er algengast að kjötið sé soðið í ýmiss konar pottréttum eða grillað. Það er gjarna töluvert mikið kryddað og krydd eins og kóríander, kummin, kanell og chili eru algeng.

Pottur og diskur

Apríkósugljáðar lambalærissneiðar

Girnilegar grillaðar lambalærissneiðar með mildri barbecue-sósu með ávaxtakeim. Þennan apríkósukryddlög má líka nota á t.d. framhryggjarsneiðar og jafnvel kótelettur en þeim er þó mun hættara við að brenna. Sósuna má líka nota með grilluðu lambakjöti sem kryddað er á annan hátt og jafnvel með forkrydduðu grillkjöti.

Pottur og diskur

Appelsínugljáður lambavöðvi

Meyr og gómsætur lambavöðvi, gljáður með appelsínumarmelaði og bakaður í súr-sætri appelsínu-balsamedikssósu. Uppskriftin er ættuð frá Ástralíu. Í staðinn fyrir lambavöðva mætti vel nota kindainnlæri, það er ekki síðra. Tilvalin Páskasteik.

Pottur og diskur

Fjallalamb á veisluborðið

Ljúffengt lambalæri á veisluborðið, kryddað með villtum íslenskum kryddjurtum, t.d. blóðbergi. Bragðið verður einstaklega milt og gott en hefur um leið þennan íslenska jurtakeim sem allir kunna að meta.

Pottur og diskur

Fjallagrasablóðmör

Fjallagrös voru mikið notuð í blóðmör áður fyrr og komu í stað mjöls að miklu leyti. Enn er fjallagrösum stundum bætt út í blóðmör, enda eru þau mikið hollmeti.

Pottur og diskur

Grillaðar kótilettur með karrígljáa

Kótilettur eiga einkar vel heima á grillinu en það getur verið gott að skera dálítið af fitunni í burtu. Best er að þær séu nokkuð þykkar. Þessar hér eru dálítið austurlenskar, með súr-sætum karrígljáa.

Pottur og diskur

Grillaðar karríkryddaðar kótilettur

Það er dálítið indverskur keimur af þessum kótilettum, þar sem þær eru marineraðar í karríkryddaðri jógúrt áður en þær eru grillaðar. Svo má líka nota meira karrí í kryddlöginn ef þess er óskað.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​