Lambabógsteik

Reyndar má líka nota læri í þennan rétt, en bógurinn er bragðmeiri og betur fitusprengdur en lærið og mörgum þykir kjötið betra.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambsbógur, fremur vænn
 3-4 laukar
 1 heill hvítlaukur
 2-3 lárviðarlauf
 2-3 rósmaríngreinar, eða 2 tsk þurrkað rósmarín
 0.5 tsk timjan, þurrkað
 2 tsk piparkorn, grófsteytt
 salt
 300 ml hvítvín, þurrt
 300 ml tómatsafi

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 140 gráður. Kjötið sett í stórt steikarfat eða pott. Laukarnir grófsaxaðir. Hvítlauknum skipt í geira og þeir afhýddir en ekki saxaðir. Lauk, hvítlauk og kryddi dreift yfir kjötið, víni og tómatsafa hellt í pottinn, lok lagt yfir og sett í ofninn í 4 klst, en þá er hitinn hækkaður í 215 gráður og steikt í klukkutíma í viðbót. Litið í pottinn öðru hverju þegar líða fer á steikingartímann og vatni bætt við eftir þörfum. Smakkað til með pipar og salti. Kjötið, sem á að vera svo meyrt að það megi smeygja beinunum úr því, er borið fram í sósunni.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​