Lambahryggur með chili-apríkósugljáa
Í stað þess að steikja heilan hrygg má fá hann klofinn í tvennt eftir endilöngu og steikja hann þannig. Þá er steikingartíminn líka töluvert styttri.
- 4
Hráefni
1 lambahryggur, meðalstór
1 msk olía
nýmalaður pipar
salt
200 ml appelsínusafi
150 ml apríkósusulta
1 dl mild chilisósa (t.d. Heinz)
1 msk dijonsinnep
Leiðbeiningar
1
Ef eitthvað af slögunum fylgir hryggnum er best að skera það burt og hreinsa allt af beinendunum. Ofninn er svo hitaður í 180°C. Eldfast fat eða steikarfat penslað með olíu og hryggurinn settur í það og kryddaður með pipar og salti. Allt hitt sett í pott, hitað að suðu og hrært vel á meðan. Látið malla í 1-2 mínútur en síðan hellt yfir hrygginn. Fatið sett í ofninn og hryggurinn steiktur í 45-60 mínútur eftir smekk. Vökvanum ausið yfir öðru hverju og appelsínusafa eða vatni bætt við ef þarf svo að ekki brenni við. Látinn standa nokkra stund áður en hann er skorinn.