Grillaðar lærissneiðar með austurlensku grænmeti

Einföld uppskrift að lambalærissneiðum sem marineraðar eru í austurlenskum kryddlegi áður en þær eru grillaðar á útigrilli eða í ofni og bornar fram með léttsteiktu grænmeti.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambalærissneiðar
 2 msk sojasósa
 1 msk þunnt hunang
 safi úr 0.5 sítrónu
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 2 tsk rifinn engifer
 1 poki (4-500 g) frosin austurlensk grænmetisblanda
 1 msk olía
 1 msk sesamfræ (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Lærissneiðarnar settar á disk. Sojasósu, hunangi, sítrónusafa, hvítlauk og engifer blandað saman og hellt yfir. Látið standa í a.m.k. 1 klst og kjötinu snúið öðru hverju. Grænmetið látið þiðna að mestu. Útigrill eða grillið í ofninum hitað og lærissneiðarnar grillaðar við góðan hita í um 5 mínútur á hvorri hlið. Penslað með kryddlegi eftir þörfum. Á meðan er olían hituð í wok eða á pönnu og grænmetið veltisteikt við háan hita í nokkrar mínútur. Afganginum af kryddleginum hellt yfir (ef enginn afgangur er mætti hræra 1 msk af sojasósu saman við grænmetið) og sesamfræjunum stráð yfir. Borið fram með kjötinu.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​