Innbakaður lambahryggvöðvi með sveppasósu

Það er alls ekki vandasamt að elda innbakað kjöt, ekki síst ef notað er tilbúið smjördeig sem kaupa má frosið. Oftast er byrjað á að brúna kjötið á pönnu áður en deigið er sett utan um það, til að það fái á sig dálitla skorpu og verði bragðmeira.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambahryggvöðvi (fillet), án fitu
 4 plötur frosið smjördeig
 1 msk olía
 500 g sveppir
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 50 g smjör
 nýmalaður pipar
 salt
 100 g lifrarkæfa
 1 egg
 1 laukur, saaður
 1 msk brandí eða púrtvín
 1 msk hveiti
 300 ml lambakjöts- eða grænmetissoð (eða vatn og soðkraftur)
 100 ml rjómi

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í fjóra álíka stóra bita. Smjördeigið látið þiðna og ofninn hitaður í 220 gráður. Olían hituð á pönnu og kjötið snöggsteikt við háan hita þar til það er vel brúnað á báðum hliðum en síðan tekið af pönnunni. Helmingurinn af sveppunum saxaður fremur smátt. 1 msk af smjöri brædd á pönnu og sveppirnir settir á hana ásamt öðrum hvítlauksgeiranum og látnir krauma við meðalhita í nokkrar mínútur; kryddaðir með pipar og salti. Smjördeigsplöturnar flattar út svo að þær séu nógu stórar til að ná mjög vel utan um kjötið. Smurðar með lifrarkæfunni, ekki alveg út á brúnir. Sveppablöndunni dreift ofan á kæfuna og síðan er kjötið sett ofan á og deiginu vafið utan um. Brúnirnar penslaðar með eggi til að loka bögglinum og deigið síðan allt penslað með eggi. Sett á pappírsklædda bökunarplötu og bakað í um 15 mínútur, eða þar til deigið hefur tekið góðan lit. Á meðan er afgangurinn af smjörinu bræddur. Sveppirnir sem eftir eru skornir í sneiðar og settir út í ásamt hvítlauk og brandíi eða púrtvíni. Látið malla við meðalhita í nokkrar mínútur. Hveitinu hrært saman við og síðan er soðinu bætt út í smátt og smátt og sósan bökuð upp. Látin malla í nokkrar mínútur og síðan er rjómanum hrært saman við og smakkað til með pipar og salti.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​