Indónesískir lambagrillpinnar

Satay er heiti sem í Indónesíu er bæði notað um grillað kjöt á teini og einnig um sósur sem kjötið er marinerað í og/eða borið fram með. Hér er þó ekki notuð sataysósa í marineringuna en hún er mjög góð með.

Pottur og diskur

Hráefni

 600-800 g lambakjöt, beinlaust (t.d. af læri)
 1 laukur
 2-3 hvítlauksgeirar
 1 chili-aldin, fræhreinsað
 2 sm bútur af engifer
 1 dl kókosmjólk
 safi úr 1 límónu
 1 msk. sojasósa, gjarna indónesísk
 1 msk. púðursykur
 1 tsk. kóríander, malaður
 salt

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið í fremur stóra gúllasbita, 3-4 sm á kant, og setjið þá í skál. Skerið lauk, hvítlauk og chili í bita og rífið engiferið. Setjið þetta í matvinnsluvél eða blandara ásamt kókosmjólk, límónusafa, sojasósu, púðursykri og kóríander og látið ganga þar til allt er orðið að mauki. Hellið maukinu yfir kjötið og blandið vel. Látið standa í kæli í 2-4 klukkutíma. Hitið þá grillið. Þræðið kjötbitana upp á teina og saltið svolítið. Grillið kjötið þar til það er rétt tæplega steikt í gegn, eða í 8-10 mínútur. Snúið teinunum nokkrum sinnum á meðan. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og satay-sósu eða annarri sósu.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​