Ítölsk lambasvið í krydduðu raspi

Svona gera Rómverjar stundum við svið af ungum lömbum, sem borin eru fram á götuveitingahúsum um páskaleytið. Þessi réttur nefnist á ítölsku Testine di agnello al forno.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 sviðakjammar, litlir
 4-5 msk. ólífuolía
 1 rúnnstykki
 1 knippi steinselja
 nokkrar greinar af fersku óreganói eða tímíani
 4-5 msk. nýrifinn romano eða parmigiano ostur
 salt

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C. Raðið sviðakjömmunum í eldfast fat sem penslað hefur verið með örlítilli olíu. Rífið niður rúnnstykkið og setjið það í matvinnsluvél ásamt kryddjurtum, osti og salti eftir smekk. Látið vélina ganga þar til brauðið er orðið að mylsnu. Dreifið mylsnunni þá jafnt yfir sviðin og dreypið ólífuolíu yfir allt saman. Setjið í ofninn og steikið í um 1 klukkustund, eða þar til sviðin eru meyr og brauðmylsnan er stökk og hefur tekið góðan lit. Berið fram t.d. með soðnum kartöflum.

Deila uppskrift