Ítalskar lambagrillsneiðar

Ferskt rósmarín er krydd sem hentar mjög vel á grillað lambakjöt, gjarnan með hvítlauk.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambaframhryggur, helst þykkt skornar sneiðar
 3-4 rósmaríngreinar
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 sítróna
 0.5 tsk timjan
 0.5 tsk paprikuduft
 4 msk ólífuolía
 2 tsk hunang
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í 2-3 bita hver sneið og fitusnyrt eftir þörfum. Rósmarínnálarnar saxaðar smátt og börkurinn rifinn af sítrónunni. Rósmaríni og berki hrært saman við timjan, papriku, olíu og hunang. 2 msk af safa kreistar úr sítrónunni og hrært saman við kryddlöginn, ásamt pipar og salti eftir smekk. Kjötið látið marínerast í blöndunni á meðan grillið er hitað. Það er svo sett á grillið og grillað við meðalhita í 4-7 mínútur á hvorri hlið, eftir smekk og eftir því hve þykkir bitarnir eru. Þeir eru svo settir út á kant á grillinu og látnir jafna sig í 3-4 mínútur áður en þeir eru bornir fram, t.d. með grilluðum kartöflubátum og salati.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​