Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Fjallalamb á veisluborðið

Ljúffengt lambalæri á veisluborðið, kryddað með villtum íslenskum kryddjurtum, t.d. blóðbergi. Bragðið verður einstaklega milt og gott en hefur um leið þennan íslenska jurtakeim sem allir kunna að meta.

Pottur og diskur

Fjallagrasablóðmör

Fjallagrös voru mikið notuð í blóðmör áður fyrr og komu í stað mjöls að miklu leyti. Enn er fjallagrösum stundum bætt út í blóðmör, enda eru þau mikið hollmeti.

Pottur og diskur

Grillaðar kótilettur með karrígljáa

Kótilettur eiga einkar vel heima á grillinu en það getur verið gott að skera dálítið af fitunni í burtu. Best er að þær séu nokkuð þykkar. Þessar hér eru dálítið austurlenskar, með súr-sætum karrígljáa.

Pottur og diskur

Grillaðar karríkryddaðar kótilettur

Það er dálítið indverskur keimur af þessum kótilettum, þar sem þær eru marineraðar í karríkryddaðri jógúrt áður en þær eru grillaðar. Svo má líka nota meira karrí í kryddlöginn ef þess er óskað.

Pottur og diskur

Grillaðar hvítlaukskótelettur

Það vantar ekki hvítlaukskeiminn af þessum grilluðu kótilettum. Hér er notað hvítlauksmauk úr krukku í kryddmaukið sem smurt er á þær en einnig mætti nota nýpressaðan hvítlauk, hrærðan með dálítilli olíu.

Pottur og diskur

Grillað lambalæri með Miðjarðarhafssvip

Þessi réttur krefst nokkurrar fyrirhafnar en útkoman réttlætir hana fyllilega. Lærið er kryddað með hvítlauk, sólþurrkuðum tómötum og fleiru og síðan grillað á útigrilli við óbeinan hita.

Pottur og diskur

Grillað lambalæri með chermoula

Gómsætt, úrbeinað lambalæri að hætti Marokkóbúa, kryddað með chermoula, sem er kryddjurta- og kryddblanda sem mikið er notuð þar um slóðir. Kjötið má grilla hvort heldur sem er á útigrilli eða í ofni.

Pottur og diskur

Grillað lambalæri að hætti Provencebúa

Íbúar Provencehéraðs í Frakklandi nota mikið af hvítlauk, tómötum og kryddjurtum í matargerð og þetta gildir auðvitað líka þegar þeir matreiða lambagrillsteikina sína. Tilvalið að steikja í ofni og sem páskasteik.

Pottur og diskur

Góðgæti drykkjurútsins

Ekki er vitað fyrir víst af hverju rétturinn hefur þetta nafn (á frummálinu kallast hann O mezes tou bekri), en hann er ljómandi góður, líka fyrir bindindisfólk. Það er hægt að bera hann fram sem pinnamat, þar sem allt er skorið í fremur litla bita og borið fram í sósunni.

Pottur og diskur

Glóðarsteikt kaffikryddað lamb

Kaffi – eða öllu heldur kaffilíkjör – er kannski dálítið óvenjulegt krydd á lambakjöt en á þó ljómandi vel við, til dæmis í grillkryddlög.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​