Framhryggjarfillet með grilluðum tómötum
Þykkur og vel fitusprengdur framhryggjarvöðvi (fillet) hentar sérlega vel til grillsteikingar. Gott er að leggja hann nokkra stund í kryddlög úr olíu, sítrónusafa og kryddjurtum eins og hér er gert og grilla hann síðan hæfilega lítið. Grillaðir tómathelmingar eru mjög góðir með en einnig mætti grilla annað grænmeti, svo sem eggaldin, papriku og kúrbít.