Chilikryddaðar lambakótelettur
Þessar kótilettur eru smurðar með sterku kryddmauki og látnar liggja nokkra stund áður en þær eru grillaðar eða steiktar. Þær eru því nokkuð krassandi en það fer þó eftir því hvað chilisósan í marineringunni er sterk.
- 4
Leiðbeiningar
1
Kótiletturnar e.t.v. fituhreinsaðar að hluta. Öllu hinu nema saltinu blandað saman og smurt á kótiletturnar. Þær eru svo látnar liggja í maukinu í hálftíma. Útigrillið hitað vel (einnig má nota grillpönnu og hita hana mjög vel). Kótiletturnar saltaðar og grillaðar eða steiktar við háan hita í 3 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk.