Chilikryddað grillað lambalæri

Þetta er réttur fyrir þá sem vilja hafa lambalærið sitt dálítið krassandi. Nota má jalapeño-pipar úr krukku í kryddlöginn; það ásamt hvítlauk og sinnepi ætti að gera réttinn vel „heitan”.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, 2.5-3 kg
 175 ml ólífuolía
 125 ml rauðvínsedik
 125 ml rauðvín
 100 g niðursoðin græn chilialdin, söxuð smátt
 6 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 msk ítölsk kryddjurtablanda
 2 msk dijonsinnep
 200 ml tómatmauk (puré)
 3 msk hunang

Leiðbeiningar

1

Lærið úrbeinað og skorið í þykkasta vöðvann og honum flett í sundur, þannig að svipuð þykkt verði á öllu kjötstykkinu. Olía, edik, rauðvín, chili, hvítlaukur, kryddjurtablanda og sinnep sett í skál og hrært vel saman. Kjötið sett á stórt fat, kryddleginum hellt yfir og kjötinu velt upp úr honum. Plast breitt yfir og látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Snúið einu sinni. Grillið hitað vel. Kjötið tekið úr leginum og hann strokinn af því. Tómatmauk og hunang hrært saman og kjötið penslað með dálitlu af blöndunni. Sett á grillið og grillað við góðan hita í um 10 mínútur á hvorri hlið; penslað oft með tómatleginum.

Deila uppskrift