Barbecue-lambarif

Mjög einföld uppskrift þar sem ódýrt hráefni er gert að hreinasta góðgæti - það er að segja fyrir þá sem langar til að naga bragðmikil og brakandi rif - það er hægt að grilla rifin hvort heldur sem er í ofninum eða á útigrillinu.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 kg lambarif
 rifinn börkur og safi af 2 sítrónum
 4 msk apríkósu- eða appelsínumarmilaði
 4 msk sojasósa
 4 msk tómatsósa
 4 msk appelsínusafi
 3 msk olía
 1 msk worcestersósa
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Allt nema rifin sett í pott, hitað rólega og látið malla við hægan hita í nokkrar mínútur.

Látið kólna alveg.

Hellt yfir rifin og þau látin liggja í kryddleginum í 2 klst eða lengur; snúið öðru hverju. Grillið hitað og rifin grilluð við meðalhita þar til þau eru orðin meyr; snúið oft á meðan.

Einnig má grilla þau við óbeinan hita á lokuðu grilli.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​