Kindakjötsrisotto
Risotto er norður-ítalskur þjóðarréttur sem getur innihaldið nánast hvað sem er þótt grunnaðferðin sé alltaf sú sama. Reyndar eru til einfaldri aðferðir en það er bara alls ekki risotto ...
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Kjötið skorið í 1 1/2-2 cm þykkar sneiðar og kryddað með pipar og salti. Olían hituð í víðum, þykkbotna potti og kjötið brúnað á öllum hliðum við góðan hita. Tekið upp með gataspaða og sett á disk. Smjörinu bætt í pottinn og síðan er laukurinn og hvítlaukurinn látinn krauma í því í nokkrar mínútur ásamt rósmaríninu án þess að brúnast. Á meðan er soðið eða vatnið hitað í potti. Grjónin sett út í, hrært þar til þau eru þakin smjöri, og svo er hvítvíninu hellt yfir, hitinn hækkaður nokkuð og látið sjóða þar til allur vökvi er horfinn. Þá er sjóðheitu soði bætt út í, hálfri ausu í senn, og alltaf látið sjóða alveg niður áður en meiri vökva er bætt út í. Hrært nærri stöðugt. Eftir um 10 mínútur er tómötunum bætt í pottinn. Haldið áfram að bæta við soði og hræra þar til grjónin eru meyr. Þá er kjötið sett út í ásamt safa sem runnið hefur úr því. Smakkað til með pipar, salti og e.t.v. sítrónusafa og látið sjóða í 2-3 mínútur í viðbót. Kryddjurtirnar saxaðar, stráð yfir, hrært saman við og borið fram.