Lambalæri með kryddjurtum
Hér er lærið úrbeinað áður en það er lagt í kryddlög með kryddjurtum og fleiru og síðan grillað á útigrilli. Gott er að hafa með því bakaðar eða grillaðar kartöflur.
Lambalæri með kryddjurtum Read More »
Recipes
Hér er lærið úrbeinað áður en það er lagt í kryddlög með kryddjurtum og fleiru og síðan grillað á útigrilli. Gott er að hafa með því bakaðar eða grillaðar kartöflur.
Lambalæri með kryddjurtum Read More »
Rósmarín er kryddjurt sem á mjög vel við steikt og grillað lambakjöt og hér er rósmarínkvistum stungið inn í lærið á víð og dreif ásamt hvítlauksgeirum.
Lambalæri með rósmaríni Read More »
Gómsætt lambalæri sem er úrbeinað og ,,flatt““ eða ,,butterflied““ eins og það kallast á ensku, þ.e. þegar búið er að úrbeina lærið er skorið í þykkustu vöðvana og þeim flett í sundur þannig að þykktin á kjötstykkinu verði alls staðar sem jöfnust. Þannig grillast lærið jafnt og grilltíminn verður stuttur.
Lambalæri með sinnepi og rósmaríni Read More »
Þegar lambakótilettur eru snyrtar fyrir steikingu eða grillsteikingu er best að skera ekki alla fituröndina af fyrir steikingu, jafnvel þótt ekki eigi að borða hana – kjötið verður safaríkara og mýkra ef fitan er ekki öll hreinsuð af því. Svo má fjarlægja fituna eftir steikingu ef vill.
Lambakótilettur með grænmeti og kryddjurtasmjöri Read More »
Kótilettur eins og þær voru hjá mömmu og ömmu á sunnudögum hér áður fyrr – velt upp úr raspi og síðan pönnusteiktar í smjörlíki.
Lambakótilettur í raspi Read More »
Víða um lönd tíðkast að skera lambakjöt í bita, láta það liggja í kryddlegi og grilla það síðan á teini, gjarnan með ýmsu grænmeti á milli bitanna. Smátt skornir kjötbitar og grænmeti passa síðan vel á smáréttaborð!
Lambakebab frá ýmsum löndum Read More »
Kívíið sem notað er í marineringuna inniheldur kjötmeyriefni sem getur gert kjötið of meyrt ef það er látið liggja of lengi – 1 klst er hámark.
Lambakebab með kíví Read More »
Þessi lambakjötsréttur er algjört sælgæti. Appelsínusósan, sem er örlítið súrsæt, á sérstaklega vel við lambakjötið
Lambakjöt í Grand appelsínusósu Read More »
Lambakjöt er ekki sérlega algengt í pastaréttum en á þó mjög vel við í sumum þeirra. Hér er pastað til dæmis með sneiddum lambalundum og steiktum eggaldinsneiðum og svo er sett á það frískleg og góð kryddjurtasósa.
Lambakjöts-pastaréttur með kryddjurtasósu Read More »