Lambalæri með rósmaríni
Rósmarín er kryddjurt sem á mjög vel við steikt og grillað lambakjöt og hér er rósmarínkvistum stungið inn í lærið á víð og dreif ásamt hvítlauksgeirum.
- 4
![Pottur og diskur](https://islensktlambakjot.is/wp-content/uploads/2021/03/tomt.jpg)
Leiðbeiningar
1
Ofninn hitaður í 180 gráður. Beittum hnífsoddi stungið í lærið á um 20 stöðum og hvítlauksflís og rósmaríngrein stungið í hverja (best er að stinga hvítlauknum alveg inn en rósmaríninu aðeins að hálfu). Kryddað vel með pipar og salti. Lauksneiðunum raðað í olíuborið steikarform og lærið lagt ofan á. Álpappírsörk breidd lauslega yfir lærið og steikt í miðjum ofni í um 1 klst. Þá er álpappírinn tekinn af og steikt í hálftíma í viðbót. Lærið tekið úr ofninum og látið standa undir álpappír í um 15 mínútur áður en það er borið fram.