Lambalæri með rósmaríni

Rósmarín er kryddjurt sem á mjög vel við steikt og grillað lambakjöt og hér er rósmarínkvistum stungið inn í lærið á víð og dreif ásamt hvítlauksgeirum.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, um 2.2 kg
 2-3 rósmaríngreinar, skipt í um 20 búta
 3-4 hvítlauksgeirar, afhýddir og skornir í um 20 flísar
 nýmalaður pipar
 salt
 1 laukur, skorinn í þykkar sneiðar
 olía

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 180 gráður. Beittum hnífsoddi stungið í lærið á um 20 stöðum og hvítlauksflís og rósmaríngrein stungið í hverja (best er að stinga hvítlauknum alveg inn en rósmaríninu aðeins að hálfu). Kryddað vel með pipar og salti. Lauksneiðunum raðað í olíuborið steikarform og lærið lagt ofan á. Álpappírsörk breidd lauslega yfir lærið og steikt í miðjum ofni í um 1 klst. Þá er álpappírinn tekinn af og steikt í hálftíma í viðbót. Lærið tekið úr ofninum og látið standa undir álpappír í um 15 mínútur áður en það er borið fram.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​