Lambakebab með kíví

Kívíið sem notað er í marineringuna inniheldur kjötmeyriefni sem getur gert kjötið of meyrt ef það er látið liggja of lengi – 1 klst er hámark.

Pottur og diskur

Hráefni

 7-800 g lambakjöt í teningum
 1 kívíaldin
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 2 msk sojasósa
 2 msk hvítvín eða sjerrí
 2 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Kjötið sett í skál. Kívíið skorið í tvennt, allt aldinkjötið skafið úr því og stappað vel og síðan er öllu hinu hrært saman við. Blandað saman við kjötið í skálinni og látið standa við stofuhita í um hálftíma. Á meðan er grillið hitað. Síðan er kjötið tekið úr leginum og þrætt á teina. Grillað við góðan hita í 7-10 mínútur og snúið nokkrum sinnum á meðan.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​