Lambakótilettur með grænmeti og kryddjurtasmjöri

Þegar lambakótilettur eru snyrtar fyrir steikingu eða grillsteikingu er best að skera ekki alla fituröndina af fyrir steikingu, jafnvel þótt ekki eigi að borða hana - kjötið verður safaríkara og mýkra ef fitan er ekki öll hreinsuð af því. Svo má fjarlægja fituna eftir steikingu ef vill.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambakótilettur, tvöfaldar
 1 sítróna
 1 msk. olía
 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 msk. ferskt tímían, saxað, eða 1 tsk þurrkað
 nýmalaður pipar
 salt
 600 g kartöflur, helst litlar
 250 g gulrætur, litlar
 250 g spergill
 1 mintugrein (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Skerið rifjaendana af kótilettunum en skiljið fituröndina á kjötinu eftir. Kreistið safa úr hálfri sítrónu í skál og þeytið olíu, hvítlauk, tímíani og pipar saman við. Veltið kjötinu upp úr blöndunni og látið liggja í um 1 klst. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í bita ef þær eru stórar. Afhýðið eða skafið gulræturnar ef þarf. Skerið spergilinn í 6-8 sm búta. Hitið vatn í potti, saltið það og kreistið safa úr hálfri sítrónu út í. Setjið kartöflur og gulrætur í pottinn og sjóðið í um 10 mínútur. Bætið þá sperglinum út í ásamt mintugreininni, ef hún er notuð, og sjóðið áfram í 8-10 mínútur, eða þar til grænmetið er meyrt. Hellið þá vatninu af því og haldið því heitu. Hitið útigrillið á meðan grænmetið sýður (einnig má steikja kjötið á grillpönnu), saltið kjötið og grillið það við góðan hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Látið það bíða í nokkrar mínútur áður en það er borið fram. Veltið grænmetinu upp úr hluta af kryddjurtasmjörinuog berið afganginn fram með kjötinu.

Kryddsmjör:

2

100 g smjör
3 msk. steinselja, söxuð
1 msk. tímían, saxað (einnig mætti nota ferska mintu)
0.25 tsk. villijurtablanda frá Pottagöldrum
0.5 hvítlauksgeiri, saxaður
nýmalaður pipar
salt

3

Bræðið smjörið í potti og takið það síðan af hitanum. Blandið kryddjurtunum og kryddinu saman við og hrærið vel. Látið standa í nokkrar mínútur.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​