Lambakebab frá ýmsum löndum

Víða um lönd tíðkast að skera lambakjöt í bita, láta það liggja í kryddlegi og grilla það síðan á teini, gjarnan með ýmsu grænmeti á milli bitanna. Smátt skornir kjötbitar og grænmeti passa síðan vel á smáréttaborð!

Pottur og diskur

Hráefni

Leiðbeiningar

1

Hér eru nokkur sýnishorn:

2

Bestu bitarnir í lambakebab eru yfirleitt af lærinu en fitusnyrtir bitar af bóg eru líka mjög góðir. Heppilegast er að þeir séu 2 ½-3 ½ cm á kant og sem jafnastir að stærð og lögun. Kjötið er yfirleitt lagt í kryddlög, helst í nokkrar klukkustundir eða í allt að 2 sólarhringa. Ef óskað er eftir gegnsteiktu kjöti með góðri skorpu er best að setja bitana ekki þétt á teinana en ef óskað er eftir meyru, safaríku kjöti eiga þeir að vera þétt saman. Venjulega er reiknað með að bitar af þessari stærð þurfi að grillast í 8-12 mínútur og sé snúið nokkrum sinnum á meðan.

3

Kryddlögurinn er oft mjög einfaldur, aðeins ólífuolía og sítrónusafi eða edik, og svo má bæta ýmsu kryddi út í það og hafa mismunandi grænmeti á milli bitanna. Hér eru nokkrar hugmyndir:

Tyrkneskt kebab: Muldu lárviðarlaufi er blandað saman við kryddlöginn og tómatar og laukbátar settir á milli bitanna eða borið fram með, ásamt brauði.

Grískt kebab: Oregano og salvíu eða mintu er bætt út í kryddlöginn og stórir laukbitar og grænir paprikubitar hafðir á milli kjötbitanna.

Rúmenskt kebab: Oregano er bætt út í kryddlöginn og grænmetið er eggaldin í teningum, tómatar og grænar paprikur.

Líbanskt kebab: Timjani og mintu er blandað saman við kryddlöginn og algengt grænmeti eru grænar paprikur, laukur og tómatur.

Persneskt kebab: Kjötið er skorið í lengjur fremur en teninga og lagt í kryddlög úr jógúrt og timjani. Með þessu eru borin fram hrísgrjón og laukur.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​