Lambakjöt í Grand appelsínusósu

Þessi lambakjötsréttur er algjört sælgæti. Appelsínusósan, sem er örlítið súrsæt, á sérstaklega vel við lambakjötið

table with empty plate, a knife and fork onto a napkin and a small bowl with salt in it

Hráefni

 800 g lambafille, án pöru
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk ferskt timían, saxað
 2 appelsínur
 1 msk. olía
 1 msk. smjör
 0.75 dl Grand Marnier
 1 dl vatn
 1 msk. hunang
 2 msk. hvítvínsedik

Leiðbeiningar

1

Snyrtið kjötið ef þarf og skerið burtu fitu og himnur. Kryddið það með pipar og salti og þrýstið söxuðu timíani vel inn í það. Skerið börkinn af appelsínunum með hníf, þannig að himnurnar séu skornar af, skerið þær í fremur þunnar sneiðar og sneiðarnar síðan í bita. Hitið olíu og smjör á pönnu. Brúnið kjötið við fremur háan hita í 1-2 mínútur á annarri hliðinni. Snúið því og setjið appelsínubitana á pönnuna. Steikið áfram við háan hita þar til appelsínurnar eru farnar að taka lit. Hrærið oft í þeim á meðan. Hellið þá Grand Marnier og vatni á pönnuna og hrærið síðan hunangi og ediki saman við. Kryddið með pipar og salti og látið malla við fremur hægan hita í 5-6 mínútur, eða eftir smekk. Smakkið svo sósuna og bragðbætið hana eftir þörfum.

fillet filet fille file

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​