Lambakjöt í Grand appelsínusósu

Þessi lambakjötsréttur er algjört sælgæti. Appelsínusósan, sem er örlítið súrsæt, á sérstaklega vel við lambakjötið

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambafille, án pöru
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk ferskt timían, saxað
 2 appelsínur
 1 msk. olía
 1 msk. smjör
 0.75 dl Grand Marnier
 1 dl vatn
 1 msk. hunang
 2 msk. hvítvínsedik

Leiðbeiningar

1

Snyrtið kjötið ef þarf og skerið burtu fitu og himnur. Kryddið það með pipar og salti og þrýstið söxuðu timíani vel inn í það. Skerið börkinn af appelsínunum með hníf, þannig að himnurnar séu skornar af, skerið þær í fremur þunnar sneiðar og sneiðarnar síðan í bita. Hitið olíu og smjör á pönnu. Brúnið kjötið við fremur háan hita í 1-2 mínútur á annarri hliðinni. Snúið því og setjið appelsínubitana á pönnuna. Steikið áfram við háan hita þar til appelsínurnar eru farnar að taka lit. Hrærið oft í þeim á meðan. Hellið þá Grand Marnier og vatni á pönnuna og hrærið síðan hunangi og ediki saman við. Kryddið með pipar og salti og látið malla við fremur hægan hita í 5-6 mínútur, eða eftir smekk. Smakkið svo sósuna og bragðbætið hana eftir þörfum.

fillet filet fille file

Deila uppskrift