Ofnsteiktir kartöflubátar
Hér á ekki að nota bökunarkartöflur, heldur suðukartöflur sem skornar eru í báta og steiktar þar til þær eru stökkar og meyrar í gegn.
Ofnsteiktir kartöflubátar Read More »
Recipes
Hér á ekki að nota bökunarkartöflur, heldur suðukartöflur sem skornar eru í báta og steiktar þar til þær eru stökkar og meyrar í gegn.
Ofnsteiktir kartöflubátar Read More »
Gómsætar grillaðar kótelettur, maríneraðar í rauðvíni og kryddjurtum, bera með sér ósvikinn andblæ sunnan frá Miðjarðarhafi.
Rauðvínslegnar lambakótelettur Read More »
Rósmarín er krydd sem á vel við lambakjöt og ef stungið er í það rósmarínkvistum á víð og dreif, ásamt hvítlauksflísum og hráskinkubitum, fær lærið mjög skemmtilegt bragð. Best er að steikja það ekki of mikið, það ætti að vera vel bleikt í miðju.
Rósmarínkryddað lambalæri Read More »
Buff eða bollur úr hökkuðu saltkjöti og ferskum fiski eru gamall íslenskur réttur sem sést sjaldan nú orðið. Nota má ýmsar tegundir fiska en sagt er að ufsi sé bestur. Einnig er hægt að nota afgang af soðnum eða steiktum fiski en þá verða buffin heldur þurrari.
Saltkjöts-fiskibollur Read More »
Lambanýru þykja víða um heim hið mesta sælgæti. Þessi einfaldi nýrnaréttur er frá Púertó Ríkó en rætur hans liggja þó á Spáni, þar sem nýru eru einmitt gjarnan soðin í sérrísósu.
Sérrínýru frá Púertó Ríkó Read More »
Einfaldara gerist það varla. Hér eru kóteletturnar aðeins látnar marinerast á meðan grillið er að hitna en það má líka láta þær liggja í marineringunni í nokkra klukkutíma í kæli.
Sinnepskryddaðar lambakótelettur Read More »
Gómsætt lambalæri, kryddað með sítrónusafa og berki, hvítlauk og timjani, og síðan steikt í ofni eftir smekk. Afar einfalt og gott.
Sítrónukryddað lambalæri Read More »
Þegar lambalæri er grillað getur verið mjög heppilegt að úrbeina það og móta svo kjötstykkið þannig að þykktin verði sem jöfnust og kjötið steikist jafnt á tiltölulega stuttum tíma. Þetta kallast á ensku ,,butterfly“.
Sítrónulegin lambagrillsteik Read More »
Gulrætur eru gott meðlæti með lambakjöti en þær verða sérstaklega ljúffengar ef þær eru gljáðar ásamt skalottlauk í svolitlu smjöri og sykri, þá verða þær sérlega sætar og bragðgóðar. Nota má appelsínusafa í staðinn fyrir vatn.
Gljáðar gulrætur með skalottlauk Read More »
Þessir fylltu tómatar eru tilvalið meðlæti með lambakjöti, bæði grilluðu, ofnsteiktu og pönnusteiktu kjöti. Prófið t.d. að bera þá fram með steiktum lambahrygg eða með lambakótelettum.
Grænmetisfylltir tómatar Read More »