Spænsk asadar-lambabógsteik

Á Spáni er notaður bógur í þennan rétt og þykir best að það sé vinstri bógurinn af lambinu; kjötið er sagt vera meyrara af því að sauðfé sofi á vinstri hliðinni. Þar í landi er kjötið hægsteikt í viðarkyntum ofni og vatni ausið oft yfir það á meðan. Það má að sjálfsögðu nota læri í stað bógsins.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 stór bógur, úrbeinaður
 6 hvítlauksgeirar, saxaðir
 1 msk rósmarín, ferskt (eða 1 tsk þurrkað), saxað
 1 tsk marjoram, þurrkað
 4 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar
 salt
 3 laukar, skornir í sneiðar
 3 lárviðarlauf
 vatn eftir þörfum

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 120 gráður. Kjötið fitusnyrt. Rósmaríni, marjoram, 2 msk af olíu, pipar og salti blandað saman og kjötið núið með blöndunni. Afgangurinn af olíunni hitaður á pönnu (enn betra er þó að hita olíuna í steikarfatinu eða ofnskúffunni), lauk og lárviðarlaufi dreift í hana, kryddað með pipar og salti og látið krauma í um 5 mínútur. Þá er 1 bolla af vatni hellt yfir og síðan er öllu saman hvolft yfir í steikarfat. Kjötið lagt ofan á, lok sett yfir (eða álpappír breiddur yfir) og sett í ofninn. Bakað í um 5 klst. Kjötinu snúið á um klukkutíma fresti og vatni bætt við eftir þörfum. Þegar kjötið er tilbúið er það tekið upp, sett á fat og skorið í sneiðar. Soðið smakkað til og borið fram með.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​