Sojamarineraðir lambagrillpinnar

Kjötið er hér látið liggja í afar einföldum soja- og sítrónukryddlegi áður en það er grillað. Best er að hafa soðin hrísgrjón með kjötinu og e.t.v. einnig grillað grænmeti. Einn munnbiti á hverjum teini er tilvalið sem réttur á pinna-smáréttaborðið.

Pottur og diskur

Hráefni

 6-700 g meyrt lambakjöt, t.d. hryggvöðvi (fillet)
 safi úr 2 sítrónum
 4 msk sæt indónesísk sojasósa (ketjap manis)
 2 msk kínversk sojasósa
 2 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar
 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 e.t.v. fersk kóríanderlauf, söxuð

Leiðbeiningar

1

Lambakjötið fitu- og himnuhreinsað ef þarf og skorið í ræmur, 6-8 cm langar og um 1½-2 cm þykkar. Allt hitt þeytt saman, lambakjötsræmunum velt upp úr því og þær látnar liggja í leginum í nokkrar klukkustundir. Kjötið er svo þrætt upp á teinana eftir endilöngu og grillað við háan hita í 5-6 mínútur alls og snúið oft. Sósuna má sjóða rösklega í 2-3 mínútur og bera fram sem ídýfu með kjötinu.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​