Rauðvínslegnar lambakótelettur

Gómsætar grillaðar kótelettur, maríneraðar í rauðvíni og kryddjurtum, bera með sér ósvikinn andblæ sunnan frá Miðjarðarhafi.

Pottur og diskur

Hráefni

 8-900 g lambakótilettur, helst nokkuð þykkar
 200 ml þurrt rauðvín
 3 msk ólífuolía
 1 msk rauðvínsedik
 3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 msk oregano, þurrkað
 1 msk mintulauf, söxuð, eða 1 tsk þurrkuð
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk þunnt hunang

Leiðbeiningar

1

Kóteletturnar fituhreinsaðar að hluta og raðað í eldfast fat. Rauðvín, olía, edik, hvítlaukur, oregano, minta og pipar hrært saman og hellt yfir. Látið standa í kæli í 3-4 klst og snúið nokkrum sinnum. Grillið hitað. Kóteletturnar teknar úr leginum og salti og hunangi hrært saman við hann. Kóteletturnar grillaðar í um 10 mínútur (eða eftir þykkt). Snúið nokkrum sinnum og penslaðar oft með leginum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​