Tómatkryddaðar lambakótelettur

Þessi kótelettuuppskrift er ættuð frá Suður-Spáni. Kótiletturnar eru látnar liggja í olíu- og edikslegi blönduðum tómatþykkni og kryddi og síðan grillaðar við góðan hita á útigrillinu. Einnig má grilla þær í ofni eða steikja á grillpönnu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambakótilettur, einfaldar eða tvöfaldar
 2 hvítlauksgeirar
 0.5 laukur
 2 msk. ólífuolía
 1 msk. tómatþykkni (paste)
 1 msk vínedik
 0.5 tsk. kummin (cumin)
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Hreinsið fituna af rifjaendunum á kótilettunum en látið fituröndina annars halda sér. Saxið hvítlaukinn smátt eða pressið hann. Saxið laukinn smátt og blandið honum saman við, ásamt ólífuolíu, tómatþykkni, ediki, kummini og pipar. Smyrjið blöndunni á kótiletturnar og látið þær liggja í kæli í nokkrar klukkustundir og gjarna yfir nótt. Hitið grillið vel og penslið grindina með olíu. Skafið mestallan kryddlöginn af kótilettunum, saltið þær og grillið þær við góðan hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Berið fram t.d. með grilluðum tómötum og paprikum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​