Tómatkryddaðar lambakótelettur

Þessi kótelettuuppskrift er ættuð frá Suður-Spáni. Kótiletturnar eru látnar liggja í olíu- og edikslegi blönduðum tómatþykkni og kryddi og síðan grillaðar við góðan hita á útigrillinu. Einnig má grilla þær í ofni eða steikja á grillpönnu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambakótilettur, einfaldar eða tvöfaldar
 2 hvítlauksgeirar
 0.5 laukur
 2 msk. ólífuolía
 1 msk. tómatþykkni (paste)
 1 msk vínedik
 0.5 tsk. kummin (cumin)
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Hreinsið fituna af rifjaendunum á kótilettunum en látið fituröndina annars halda sér. Saxið hvítlaukinn smátt eða pressið hann. Saxið laukinn smátt og blandið honum saman við, ásamt ólífuolíu, tómatþykkni, ediki, kummini og pipar. Smyrjið blöndunni á kótiletturnar og látið þær liggja í kæli í nokkrar klukkustundir og gjarna yfir nótt. Hitið grillið vel og penslið grindina með olíu. Skafið mestallan kryddlöginn af kótilettunum, saltið þær og grillið þær við góðan hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Berið fram t.d. með grilluðum tómötum og paprikum.

Deila uppskrift