Tex-Mex-lambakótelettur

Sterkar og brakandi heitar lambakótelettur, kryddaðar með mexíkósku kryddi og síðan grillaðar, verða örugglega mjög vinsælar í grillveislunni, ekki síst hjá unga fólkinu.

Pottur og diskur

Hráefni

 8-12 lambakótilettur, helst þykkt skornar
 1.5 msk chilikryddblanda (ekki chilipipar)
 1 tsk kummin (cumin), steytt
 1 tsk timjan, þurrkað
 1 tsk nýmalaður pipar
 1 tsk salt
 1 tsk sykur
 0.5 tsk allrahanda

Leiðbeiningar

1

Kóteletturnar e.t.v. fitusnyrtar. Öllu kryddinu blandað saman og núið vel inn í kóteletturnar. Látnar standa í kæli í a.m.k. 4 klst og gjarna lengur. Grillið hitað og kóteletturnar grillaðar við meðalhita í um 5 mínútur á hvorri hlið.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​