Ofnsteiktir kartöflubátar

Hér á ekki að nota bökunarkartöflur, heldur suðukartöflur sem skornar eru í báta og steiktar þar til þær eru stökkar og meyrar í gegn.

Pottur og diskur

Hráefni

 6-800 g kartöflur, mjöllitlar, t.d. Gullauga – helst frekar stórar
 2 msk ólífuolía
 0.5 tsk nýmalaður pipar
 0.5 tsk salt, eða eftir smekk
 0.25 tsk oregano
 0.25 tsk kúmen, steytt (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 225 gráður. Kartöflurnar þvegnar og þerraðar vel og síðan skornar í fjórðunga (eftir endilöngu ef þær eru aflangar) og hver fjórðungur aftur í sundur í miðju, nema kartöflurnar séu þeim mun minni. Olían sett í skál, kryddinu hrært saman við, og síðan eru kartöflubátarnir settir út í og velt vel upp úr blöndunni. Bökunarpappír breiddur í ofnskúffu eða á bökunarplötu og kartöflubátunum raðað á hana þannig að hýðið snúi niður. Ef einhver olía verður eftir í skálinni er henni dreypt yfir. Sett í ofninn og bakað í 20-30 mínútur, eða þar til kartöflurnar hafa tekið góðan lit og eru meyrar í gegn.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​