Íslenskt hummus
Baunamaukið hummus er yfirleitt gert úr kjúklingabaunum – en hver segir að það megi ekki nota eitthvað annað? Til dæmis leifarnar frá Sprengidegi?
Recipes
Baunamaukið hummus er yfirleitt gert úr kjúklingabaunum – en hver segir að það megi ekki nota eitthvað annað? Til dæmis leifarnar frá Sprengidegi?
Þetta kryddsmjör er gott með grilluðum lambakótilettum eða lærissneiðum. Hér eru kaperskornin höfð heil en einnig má grófsaxa þau áður en þeim er hrært saman við smjörið.
Þetta karríkryddaða smjör, sem hentar vel með grilluðum lambakótilettum eða t.d. framhryggjarsneiðum, er nokkuð mildilega kryddað en auðvitað má nota meira karrí eftir smekk.
Köld, austurlensk sósa sem hentar vel með grilluðu lambakjöti. Þessa sósu má nota til að pensla t.d. lambalærissneiðar eða kótilettur á meðan þær grillast en einnig má bera hana fram með kjötinu, t.d. ásamt hrísgrjónum. Hún er einnig góð á kebab.
Upprunalega er pestó gert úr basilíku. En það eru til margar mjög góðar útgáfur sem innihalda aðrar kryddjurtir og þessi hér er gerð úr ferskri mintu og á mjög vel við lambakjöt.
Köld sósa sem er góð með grilluðu lambakjöti af ýmsu tagi. Það má nota minna majónes en gert er í uppskriftinni eða jafnvel sleppa því og nota meiri sýrðan rjóma í staðinn en þá væri betra að nota 18% rjóma, ekki 10%.
Köld sósa sem hentar með flestum tegundum af grilluðu lambakjöti. Hana má líka bragðbæta með ýmsum ferskum kryddjurtum eftir smekk, t.d. rósmaríni, timjani eða graslauk.
Hvítlauks- og gráðaostssósa Read More »
Afskaplega einföld grillsósa sem er mjög vinsæl víða í Suðaustur-Asíu og er góð t.d. með grilluðum lambarifjum eða kótelettum.
Jarðhnetusósur af ýmsu tagi eru afar algengar í Suðaustur-Asíu, ekki síst í Indónesíu. Margar þeirra eru sterkar og mikið kryddaðar en þessi er mild. Hún hentar vel með grilluðu kjöti, ekki síst lambakebab.
Þunnt skornar sneiðar af meyru lambakjöti, snöggsteiktar og bornar fram á beði af góðum salatblöðum – sannkallaður veisluréttur, frábær sem forréttur en gæti svo sem líka verið aðalréttur, ekki síst á hlýjum sumardegi.