Lambakjötssalat

Þunnt skornar sneiðar af meyru lambakjöti, snöggsteiktar og bornar fram á beði af góðum salatblöðum - sannkallaður veisluréttur, frábær sem forréttur en gæti svo sem líka verið aðalréttur, ekki síst á hlýjum sumardegi.

Pottur og diskur

Hráefni

 

500 g innlærvöðvi

 4 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar
 0.5 dl tómatsafi
 safi úr0.5 sítrónu
 salt
 0.5 eikarlaufssalat, lambhagasalat eða annað áþekkt
 2-3 vorlaukar (eða 1 knippi graslaukur)
 nokkur fersk mintulauf (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í þunnar sneiðar, helst ekki þykkari en 6-8 mm. Plastfilma breidd á bretti, sneiðunum raðað á hana, önnur filma lögð yfir og sneiðarnar barðar létt eða pressaðar með kökukefli til að gera þær þynnri. Síðan eru þær penslaðar á báðum hliðum með 2 msk af olíunni, kryddaðar með nýmöluðum pipar og látnar standa í 10-15 mínútur. Grillpanna eða venjuleg, þykkbotna panna hituð vel og kjötið snöggsteikt við háan hita, 1-1 ½ mínútu á hvorri hlið. Tekið af pönnunni og látið standa í nokkrar mínútur. Afgangurinn af olíunni (2 msk) settur í skál og tómatsafa, sítrónusafa, pipar og salti þeytt saman við. Kjötið skorið í ræmur og sett út í sósuna. Salatblöðin rifin niður eða skorin í ræmur, vorlaukurinn saxaður og mintulaufin rifin niður. Blandað saman við kjötið og sósuna og sett í salatskál.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​