Karríkryddsmjör

Þetta karríkryddaða smjör, sem hentar vel með grilluðum lambakótilettum eða t.d. framhryggjarsneiðum, er nokkuð mildilega kryddað en auðvitað má nota meira karrí eftir smekk.

Pottur og diskur

Hráefni

 200 g smjör, lint
 1 msk sítrónusafi
 1 tsk karríduft
 1 tsk mangó-chutney (eða eftir smekk)
 1 tsk salt

Leiðbeiningar

1

Allt sett í matvinnsluvél eða hrærivél og þeytt vel saman. Álpappírsörk lögð á borð, smjörið sett í lengju á miðjuna, pappírnum vafið í þéttan sívalning utan um, og lengjan fryst eða kæld vel áður en hún er skorin í sneiðar.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​