Hvítlauks- og gráðaostssósa

Köld sósa sem hentar með flestum tegundum af grilluðu lambakjöti. Hana má líka bragðbæta með ýmsum ferskum kryddjurtum eftir smekk, t.d. rósmaríni, timjani eða graslauk.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 dós (200 ml) sýrður rjómi (10%)
 100 ml majónes
 100 g gráðaostur, mulinn
 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 2 tsk worchestersósa
 nýmalaður pipar
 salt
 mjólk eða vatn eftir þörfum

Leiðbeiningar

1

Öllu blandað saman og sósan þynnt með mjólk eða vatni.

Deila uppskrift