Mintupestó

Upprunalega er pestó gert úr basilíku. En það eru til margar mjög góðar útgáfur sem innihalda aðrar kryddjurtir og þessi hér er gerð úr ferskri mintu og á mjög vel við lambakjöt.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 msk furuhnetur
 hnefafylli af fersku mintulaufi
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 2 msk nýrifinn parmesanostur
 nýmalaður pipar
 1 dl ólífuolía

Leiðbeiningar

1

Hneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt farnar að taka lit en þá eru þær settar í blandara eða matvinnsluvél ásamt mintulaufi, hvítlauk, parmesanosti og pipar. Vélin látin ganga þar til allt er komið í mauk og síðan er olíunni þeytt saman við smátt og smátt. Sósuna má nota strax eða geyma hana í 2-3 daga í ísskáp. Borin fram t.d. með grilluðu lambalæri eða lambalundum.

Deila uppskrift