Kaperssmjör

Þetta kryddsmjör er gott með grilluðum lambakótilettum eða lærissneiðum. Hér eru kaperskornin höfð heil en einnig má grófsaxa þau áður en þeim er hrært saman við smjörið.

Pottur og diskur

Hráefni

 200 g smjör, lint
 1 tsk dijonsinnep
 1 tsk sætt sinnep
 0.25 tsk pipar
 2 msk kapers
 1 msk kaperslögur (úr krukkunni)
 0.25 tsk sykur

Leiðbeiningar

1

Smjör, dijonsinnep, sætt sinnep og pipar hrært mjög vel í hrærivél eða matvinnsluvél. Kapers, kaperslegi og sykri bætt út í og hrært með sleif. Álpappírsörk lögð á borðið, kryddsmjörið látið í lengju á miðjuna, álpappírnum vafið í sívalning utan um og fryst eða kælt vel. Kryddsmjörið er svo skorið í sneiðar áður en það er borið fram.

Deila uppskrift