Kaperssmjör
Þetta kryddsmjör er gott með grilluðum lambakótilettum eða lærissneiðum. Hér eru kaperskornin höfð heil en einnig má grófsaxa þau áður en þeim er hrært saman við smjörið.
- 4
Hráefni
200 g smjör, lint
1 tsk dijonsinnep
1 tsk sætt sinnep
0.25 tsk pipar
2 msk kapers
1 msk kaperslögur (úr krukkunni)
0.25 tsk sykur
Leiðbeiningar
1
Smjör, dijonsinnep, sætt sinnep og pipar hrært mjög vel í hrærivél eða matvinnsluvél. Kapers, kaperslegi og sykri bætt út í og hrært með sleif. Álpappírsörk lögð á borðið, kryddsmjörið látið í lengju á miðjuna, álpappírnum vafið í sívalning utan um og fryst eða kælt vel. Kryddsmjörið er svo skorið í sneiðar áður en það er borið fram.