Papriku-grillsósa

Köld sósa sem er góð með grilluðu lambakjöti af ýmsu tagi. Það má nota minna majónes en gert er í uppskriftinni eða jafnvel sleppa því og nota meiri sýrðan rjóma í staðinn en þá væri betra að nota 18% rjóma, ekki 10%.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 rauð paprika, stór
 1 dós (200 ml) sýrður rjómi (10%)
 200 ml majónes
 1 msk tómatsósa
 1 tsk worcestersósa
 2 msk sérrí eða púrtvín (má sleppa)
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Paprikan fræhreinsuð og skorin í litla bita. Allt hrært saman.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​