Jarðhnetusósa

Jarðhnetusósur af ýmsu tagi eru afar algengar í Suðaustur-Asíu, ekki síst í Indónesíu. Margar þeirra eru sterkar og mikið kryddaðar en þessi er mild. Hún hentar vel með grilluðu kjöti, ekki síst lambakebab.

Pottur og diskur

Hráefni

 ca. 150 g hnetusmjör, gjarna grófmalað (crunchy)
 1 dl mild tómatchilisósa (Heinz)
 3 msk sojasósa
 1 msk olía
 1 tsk worcestersósa
 safi úr 0.5 sítrónu
 nýmalaður pipar
 salt
 e.t.v. ananassafi

Leiðbeiningar

1

Allt sett í skál og hrært vel saman. Sósan e.t.v. þynnt með svolitlum ananassafa. Ef á að bera hana fram heita er allt sett í pott ásamt 2 dl af ananassafa, hitað að suðu og látið malla í nokkrar mínútur, þar til sósan er hæfilega þykk.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​