Jarðhnetusósa

Jarðhnetusósur af ýmsu tagi eru afar algengar í Suðaustur-Asíu, ekki síst í Indónesíu. Margar þeirra eru sterkar og mikið kryddaðar en þessi er mild. Hún hentar vel með grilluðu kjöti, ekki síst lambakebab.

Pottur og diskur

Hráefni

 ca. 150 g hnetusmjör, gjarna grófmalað (crunchy)
 1 dl mild tómatchilisósa (Heinz)
 3 msk sojasósa
 1 msk olía
 1 tsk worcestersósa
 safi úr 0.5 sítrónu
 nýmalaður pipar
 salt
 e.t.v. ananassafi

Leiðbeiningar

1

Allt sett í skál og hrært vel saman. Sósan e.t.v. þynnt með svolitlum ananassafa. Ef á að bera hana fram heita er allt sett í pott ásamt 2 dl af ananassafa, hitað að suðu og látið malla í nokkrar mínútur, þar til sósan er hæfilega þykk.

Deila uppskrift