Mangó-grillsósa
Köld, austurlensk sósa sem hentar vel með grilluðu lambakjöti. Þessa sósu má nota til að pensla t.d. lambalærissneiðar eða kótilettur á meðan þær grillast en einnig má bera hana fram með kjötinu, t.d. ásamt hrísgrjónum. Hún er einnig góð á kebab.
- 4

Hráefni
6 msk mangókryddmauk (chutney)
1 stórt, milt chilialdin, rautt (einnig má nota papriku)
5 msk olía
1 msk hunang eða sykur
1.5 tsk paprikuduft
nýmalaður pipar
salt