Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Hægeldaður lambaframpartur fyrir fólk sem er að flýta sér

Þetta er ekkert grín, framparturinn er eldaður í 24 klst. en hentar samtvel fyrir önnum kafið fólk. Skellið frampartinum í ofninn að kvöldi (umþað leiti sem þið viljið borða kvöldmatinn daginn eftir) og njótið þess að kvöldmaturinn hefur séð um sig sjálfur á meðan allir voru í vinnu eða skólanum. Frábær sunnudagssteik fyrir alla daga vikunnar og ekki spillir að stinga hvítlauksgeirunum inn í kjötið til að fá meira bragð.

Hægeldaður lambaframpartur fyrir fólk sem er að flýta sér Read More »