Grillað lambafille – fyllt með fetaosti, furuhnetum, spínati og apríkósum

Grillað lambafille – fyllt með fetaosti, furuhnetum, spínati og apríkósum
Pottur og diskur

Hráefni

 2 heil lambafille
 100 g fetaostur
 1 poki spínat
 100 g furuhnetur
 50 g apríkósur

Leiðbeiningar

1

Mótið holrými með því að troða trésleif í gegnum bita af lambafille, þannig að gat myndist endilangt.

Skolið spínatið og þerrið.

Steikið spínatið í ólífuolíu á pönnu, ásamt furuhnetum.

Þerrið á pappír.

Bætið fetaostinum saman við og blandið öllu vel saman í skál með höndunum.

Skerið apríkósur smátt niður og blandið saman við.

Kryddið með salti og pipar.

Setjið maukið síðan í sprautupoka og sprautið því inn í gatið á lambakjötinu.

Nú er það tilbúið beint á grillið í u.þ.b. 2 mín á hverri hlið (fjórar hliðar). Saltið og piprið kjötið eftir smekk.

Gangi ykkur vel!

Berið fram með fersku gænu salati , tómötum, blaðlauk, papriku og lárperu.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​