Lambalifur með beikoni, lauk og sveppum

Lambakjötið er „inn“ í haust.  Í nóvember blaði Gestgjafans kynnir Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari gómsæta rétti úr nýju lambakjöti og innmat.

 

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambalifur, skorin í 2 cm sneiðar
 salt
 nýmalaður pipar
 1-2 dls hveiti
 3 msk. olía
 6-8 beikonsneiðar, skornar í bita
 1 stór laukur, skrældur og skorinn í báta
 20 litlir sveppir
 4 dl rauðvín eða vatn
 2 lárviðarlauf
 1 tsk. timian
 1 tsk. tómatþykkni
 sósujafnari
 40 g smjör eða 1 dl rjómi
 1 msk. kjötkraftur

Leiðbeiningar

1

Kryddið lifur með salti og pipar og veltið upp úr hveiti.

Steikið lifrina í olíu á vel heitri pönnu í 1 mín á hvorri hlið.

Takið þá lifrina af pönnunni og steikið beikon, lauk og sveppi í 2 mín.

Bætið víni eða vatni á pönnuna og sjóðið niður um helming ásamt lárviðarlaufi, tímíani og tómatþykkni.

Setjið lifrina aftur á pönnuna og sjóðið í 2 – 3 mín.

2

Þykkið sósuna með sósujafnara.

Takið pönnuna af hellunni og bætið smjöri í sósuna.

Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.

Smakkið til með salti, pipar og kjötkrafti.

Ef þið viljið nota vatn frekar en vín þá er settur rjómi í stað smjörs í sósuna.

Deila uppskrift