Lambalifur með beikoni, lauk og sveppum

Lambakjötið er „inn“ í haust.  Í nóvember blaði Gestgjafans kynnir Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari gómsæta rétti úr nýju lambakjöti og innmat.

 

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambalifur, skorin í 2 cm sneiðar
 salt
 nýmalaður pipar
 1-2 dls hveiti
 3 msk. olía
 6-8 beikonsneiðar, skornar í bita
 1 stór laukur, skrældur og skorinn í báta
 20 litlir sveppir
 4 dl rauðvín eða vatn
 2 lárviðarlauf
 1 tsk. timian
 1 tsk. tómatþykkni
 sósujafnari
 40 g smjör eða 1 dl rjómi
 1 msk. kjötkraftur

Leiðbeiningar

1

Kryddið lifur með salti og pipar og veltið upp úr hveiti.

Steikið lifrina í olíu á vel heitri pönnu í 1 mín á hvorri hlið.

Takið þá lifrina af pönnunni og steikið beikon, lauk og sveppi í 2 mín.

Bætið víni eða vatni á pönnuna og sjóðið niður um helming ásamt lárviðarlaufi, tímíani og tómatþykkni.

Setjið lifrina aftur á pönnuna og sjóðið í 2 – 3 mín.

2

Þykkið sósuna með sósujafnara.

Takið pönnuna af hellunni og bætið smjöri í sósuna.

Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.

Smakkið til með salti, pipar og kjötkrafti.

Ef þið viljið nota vatn frekar en vín þá er settur rjómi í stað smjörs í sósuna.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​