Lambaloka með mozzarellu og ætiþistli

Lambaloka með mozzarellu og ætiþistli
Pottur og diskur

Hráefni

 12 sneiðar samlokubrauð – ristað
 1 poki klettasalat
 2 hvítlauksgeirar
 1 búnt basilika – fersk
 3 tómatar
 1 stk mozzarella ostur
 1 krukka ætiþistlar (þistilhjörtu)
 1 msk ólífur
 2 msk ólífuolía
 lambakjöt – innanlæri

Leiðbeiningar

1

Brúnið kjötið í olíu á vel heitri pönnu.Saltið og piprið.

Eldið í ofni við 160°C þar til kjarnhiti er kominn í 65°C. Takið kjötið út á 3-5 mín., fresti og látið hvíla í 2-3 mín., í senn.

Skolið salatið og þerrið, sneiðið tómata og mozzarellu og lambakjötið í hæfilega þunnar sneiðar.

Maukið ætiþistlana, ólífur og annan hvítlauksgeirann ásamt ólifuolíu í matvinnsluvél.

Ristið brauðsneiðarnar og nuddið þær síðan með hinum hvítlauksgeiranum.

Smyrjið 8 brauðsneiðar með ætiþistlamaukinu, raðið tómatsneiðum á 4 sneiðar, saxaðri basiliku, mozzarellu,klettasalati og annari brauðsneið þar ofaná. Leggið svo lambakjötið, ásamt klettasalati, og að síðustu ætiþistlasmurða brauðinu. Samlokan skorin horn í horn í fernt – gott að stinga grillpinnum í til að halda þeim saman.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​