Lambaloka með mozzarellu og ætiþistli

Lambaloka með mozzarellu og ætiþistli
Pottur og diskur

Hráefni

 12 sneiðar samlokubrauð – ristað
 1 poki klettasalat
 2 hvítlauksgeirar
 1 búnt basilika – fersk
 3 tómatar
 1 stk mozzarella ostur
 1 krukka ætiþistlar (þistilhjörtu)
 1 msk ólífur
 2 msk ólífuolía
 lambakjöt – innanlæri

Leiðbeiningar

1

Brúnið kjötið í olíu á vel heitri pönnu.Saltið og piprið.

Eldið í ofni við 160°C þar til kjarnhiti er kominn í 65°C. Takið kjötið út á 3-5 mín., fresti og látið hvíla í 2-3 mín., í senn.

Skolið salatið og þerrið, sneiðið tómata og mozzarellu og lambakjötið í hæfilega þunnar sneiðar.

Maukið ætiþistlana, ólífur og annan hvítlauksgeirann ásamt ólifuolíu í matvinnsluvél.

Ristið brauðsneiðarnar og nuddið þær síðan með hinum hvítlauksgeiranum.

Smyrjið 8 brauðsneiðar með ætiþistlamaukinu, raðið tómatsneiðum á 4 sneiðar, saxaðri basiliku, mozzarellu,klettasalati og annari brauðsneið þar ofaná. Leggið svo lambakjötið, ásamt klettasalati, og að síðustu ætiþistlasmurða brauðinu. Samlokan skorin horn í horn í fernt – gott að stinga grillpinnum í til að halda þeim saman.

Deila uppskrift